Fjarstillingar
Veldu
Valmynd
>
Stjórnborð
>
Sími
>
Stj. tækis
.
Með stjórnanda tækis er hægt að stjórna stillingum, gögnum og hugbúnaði í tækinu úr
fjarlægð.
Þú getur tengst miðlara og fengið sendar stillingar fyrir tækið þitt. Þú getur fengið
miðlarasnið og mismunandi stillingar frá þjónustuveitunni þinni eða upplýsingadeild.
Stillingarnar kunna að innihalda tengistillingar og aðrar stillingar fyrir mismunandi
forrit í tækinu. Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Fjarstillingartengingin er venjulega ræst af miðlaranum þegar uppfæra þarf stillingar
tækisins.
Öryggi og gagnastjórnun 151
Til að búa til nýtt miðlarasnið skaltu velja
Valkostir
>
Miðlarasnið
>
Valkostir
>
Nýtt
miðlarasnið
.
Þú færð e.t.v. þessar stillingar frá þjónustuveitanda þínum í stillingarboðum. Ef ekki
skaltu skilgreina eftirfarandi:
Nafn miðlara — Færðu inn heiti stillingamiðlarans.
Auðkenn.nr. netþjóns — Færðu inn auðkenni stillingamiðlarans.
Lykilorð miðlara — Sláðu inn lykilorð til að miðlarinn beri kennsl á tækið þitt.
Gerð tengingar — Veldu tegund tengingar.
Aðgangsstaður — Veldu aðgangsstað sem nota á með tengingunni, eða búðu til nýjan
aðgangsstað. Þú getur einnig valið að beðið sé um aðgangsstað í hvert sinn sem þú
tengist. Þessi stilling er aðeins í boði ef þú hefur valið
Internet
sem gerð flutningsmáta.
Heimaveffang — Færðu inn veffang stillingamiðlarans.
Gátt — Færðu inn gáttarnúmer miðlarans.
Notandanafn og Lykilorð — Sláðu inn notandanafnið og aðgangsorðið að
stillingamiðlaranum.
Leyfa stillingar — Veldu
Já
til að leyfa miðlaranum að hefja stillingalotu.
Samþ. allar sjálfkrafa — Veldu
Já
ef þú vilt ekki að miðlarinn biðji þig um staðfestingu
þegar hann hefur stillingalotu.
Sannvottun símkerfis — Veldu hvort nota á http-sannvottun.
Notandanafn símkerfis og Lykilorð símkerfis — Sláðu inn notandanafn og
aðgangsorð fyrir http-sannvottun. Þessi stilling er aðeins í boði ef þú hefur valið að nota
Sannvottun símkerfis
.
Til að tengjast miðlaranum og taka við stillingum fyrir tækið þitt velurðu
Valkostir
>
Hefja stillingu
.
Til að skoða stillingaskrá valins sniðs velurðu
Valkostir
>
Skoða notk.skrá
.
Til að uppfæra hugbúnað tækisins með ljósvakaboðum velurðu
Valkostir
>
Leita að
uppfærslum
. Uppfærslan eyðir ekki stillingum þínum. Þegar þú móttekur
uppfærslupakkann í tækinu skaltu fylgja leiðbeiningunum á skjánum. Tækið er
endurræst þegar uppsetningunni er lokið.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar gagnasendingar
(sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en
uppfærslan er ræst.
152 Öryggi og gagnastjórnun
Viðvörun:
Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en uppfærslunni
er lokið og tækið hefur verið endurræst.