Nokia E52 - Um staðsetningaraðferðir

background image

Um staðsetningaraðferðir

Maps sýnir hvar þú ert staddur á kortinu með GPS, A-GPS, þráðlausu staðarneti eða

staðsetningu byggðri á auðkenni endurvarpa.
GPS (Global Positioning System) er leiðsögukerfi sem byggir á móttöku

staðsetningarupplýsinga frá gervitunglum til að reikna út staðsetningu þína. A-GPS

(Assisted GPS) er sérþjónusta sem sendir þér GPS-gögn, sem eykur hraða og nákvæmni

staðsetningarinnar.

Ferðalög 91

background image

Staðsetning með þráðlausu staðarneti (WLAN) eykur nákvæmni staðsetningar þegar

GPS-merki nást ekki, sérstaklega ef þú ert innandyra eða milli hárra bygginga.
Með staðsetningu byggðri á auðkennum endurvarpa er staðan ákvörðuð gegnum

loftnetsturninn sem tækið er tengt við eins og er.
Nákvæmni staðsetningarinnar getur skeikað frá nokkrum metrum til nokkurra

kílómetra, eftir því hvaða staðsetningaraðferð er tiltæk.
Þegar þú notar Korta-forritið í fyrsta skipti er beðið um að þú tilgreinir

internetaðgangsstaðinn til að hlaða niður kortaupplýsingum, nota A-GPS eða tengjast

þráðlausu staðarneti.
GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð

á nákvæmni þess og viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir

áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn og kann

að breytast í samræmi við stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt

GPS og alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði gervihnatta getur einnig

haft áhrif á nákvæmni. Staðsetning, byggingar, náttúrulegar hindranir auk

veðurskilyrða kunna að hafa áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Verið getur að GPS-

merki náist ekki inni í byggingum eða neðanjarðargöngum og þau geta orðið fyrir

áhrifum frá efnum eins og steypu og málmi.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta

eingöngu á staðsetningargögn frá GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir staðsetningu

eða leiðsögn.
Áreiðanleiki áfangamælisins er ekki fullkominn og sléttunarvillur eru mögulegar.

Nákvæmnin veltur einnig á móttöku og gæðum GPS-merkja.

Til athugunar: Notkun þráðlauss staðarnets kann að vera takmörkuð í

einhverjum löndum. Í Frakklandi er aðeins heimilt að nota þráðlaust staðarnet

innandyra. Nánari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.