GPS-gögn
Veldu
Valmynd
>
Forrit
>
GPS-gögn
.
GPS-gögn eru hönnuð til að gefa leiðarlýsingu til tiltekins staðar, upplýsingar um
staðsetningu hverju sinni sem og ferðaupplýsingar, t.d. áætlaða fjarlægð til
áfangastaðar og áætlaðan ferðatíma þangað.
Hnitin í GPS-tækinu eru gefin upp samkvæmt alþjóðlega WGS-84 hnitakerfinu.
Til að nota GPS-gögn þarf GPS-móttakari tækisins fyrst að taka á móti
staðsetningarupplýsingum frá a.m.k. þremur gervitunglum til að reikna út hvar þú ert
staddur/stödd. Þegar frumútreikningur hefur farið fram kann það að vera mögulegt að
reikna út staðsetningu þína með þremur gervitunglum. Hins vegar er útreikningurinn
nákvæmari þegar fleiri gervitungl finnast.