Myndskeiðum breytt
Myndvinnslan styður hreyfimyndsniðin .3gp og .mp4, og
hljóðskrársniðin .aac, .amr, .mp3 og .wav. Hún styður þó ekki öll skráarsnið eða öll
afbrigði skráarsniða.
Til að breyta myndskeiðum í Myndum flettirðu að myndskeiði og velur
Valkostir
>
Breyta
, og úr eftirfarandi:
Sameina — til að setja inn mynd eða myndskeið í upphaf eða lok valda myndskeiðisins
Breyta hljóði — til að setja inn nýtt hljóðinnskot í staðinn fyrir upprunalega hljóðið í
myndskeiðinu
Setja inn texta — til að setja inn texta í upphaf eða í lok myndskeiðisins
Klippa — til að klippa myndina og merkja þá hluta sem eiga að vera áfram í
myndskeiðinu
Til að taka einn ramma út úr myndinni skaltu opna klippiskjáinn og velja
Valkostir
>
Taka skjámynd
. Á forskoðunarskjánum fyrir smámyndir skaltu ýta á skruntakkann og
velja
Taka skjámynd
.