Hringja símtal
Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, og ýtir á hringitakkann.
Ábending: Til að hringja til útlanda skaltu setja inn plúsmerkið (+) í stað alþjóðlega
svæðisnúmersins, sláðu því næst inn landsnúmerið og svæðisnúmerið (slepptu 0 í
upphafi ef með þarf) og svo símanúmerið.
Til að ljúka símtali eða hætta við að hringja ýtirðu á hætta-takkann.
60 Sími
Opnaðu tengiliðina til að hringja í tengiliði sem eru vistaðir í minninu. Sláðu inn fyrstu
stafina í nafninu, flettu að nafninu og ýttu á hringitakkann.
Til að hringja símtal með notkunarskránni ýtirðu á hringitakkann til að sjá síðustu
númerin sem þú hringdir í eða reyndir að hringja í (allt að 20 númer). Flettu að númerinu
eða nafninu sem þú vilt hringja í og ýttu á hringitakkann.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrk símtals í gangi.
Til að skipta úr venjulegu símtali yfir í myndsímtal velurðu
Valkostir
>
Skipta yfir í
myndsímtal
. Tækið slítur þá raddsímtalinu og hefur myndsímtal við viðtakandann.