Forsendur fyrir samnýtingu hreyfimynda
Samnýting hreyfimynda krefst 3G-tengingar. Nánari upplýsingar um þjónustuna, tiltæk
3G-símkerfi og gjöld fyrir notkun þjónustunnar fást hjá þjónustuveitunni.
Til að geta notað samnýtingu hreyfimynda þarftu að gera eftirfarandi:
•
Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé sett upp fyrir tengingar á milli einstaklinga.
•
Gakktu úr skugga um að þú hafir virka 3G-tengingu og sért innan þjónustusvæðis
3G-símkerfis. Ef þú ferð út fyrir 3G-þjónustusvæði meðan samnýting fer fram, þá
rofnar hún en símtalið heldur áfram.
•
Gakktu úr skugga um að bæði sendandinn og viðtakandinn séu skráðir á 3G-
símkerfið. Ef þú býður einhverjum í samnýtingu og tæki viðtakandans er ekki tengt
við 3G-símkerfi, eða þá að samnýting eða P2P hefur ekki verið sett upp í því, fær
viðtakandinn ekki boðið. Þú færð villuboð um að viðtakandinn geti ekki þegið
boðið.