Skilaboðalestur
Með skilaboðalesaranum geturðu hlustað á texta-, margmiðlunar- og hljóðskilaboð,
sem og tölvupóst.
Hægt er að hlusta á ný skilaboð eða tölvupóst á heimaskjánum með því að halda vinstri
valtakkanum inni þar til skilaboðalesturinn hefst.
Til að hlusta á skilaboð úr innhólfi skaltu fletta að þeim og velja
Valkostir
>
Hlusta
. Til
að hlusta á tölvupóst í pósthólfi skaltu fletta að honum og velja
Valkostir
>
Hlusta
.
Ýttu á hætta-takkann til að stöðva lesturinn.
Ýttu á skruntakkann til að gera hlé á lestrinum eða halda áfram. Flettu til hægri til að
hlaupa yfir skilaboð. Flettu til vinstri til að endurtaka spilun á skilaboðum eða tölvupósti.
Til að fara til baka í fyrri skilaboðin skaltu fletta til vinstri þar sem skilaboðin hefjast.
Til að sjá skilaboð eða tölvupóst sem texta án hljóðs skaltu velja
Valkostir
>
Opna
.