Tölvupóstþjónusta
Tölvupóstþjónustan sendir sjálfkrafa tölvupóst úr fyrirliggjandi netfangi þínu á Nokia
E52 .
Hægt er að lesa, svara og flokka tölvupóstinn á ferðinni. Tölvupóstþjónustuna má nota
með mörgum algengum tölvupóstveitum á netinu sem notaðar eru fyrir einkatölvupóst.
Símkerfið verður að styðja þessa þjónustu og er hún hugsanlega ekki aðgengileg í öllum
löndum og svæðum. Upplýsingar um framboð fást hjá þjónustuveitunni.
Settu upp tölvupóst í tækinu
1 Veldu
Valmynd
>
Tölvupóstur
>
Nýtt pósthólf
.
2 Lestu upplýsingarnar á skjánum og veldu
Ræsa
.
3 Leyfðu tækinu að tengjast internetinu, ef þess er krafist.
4 Veldu þjónustuveitu tölvupóstsins eða tegund pósthólfs.
5 Sláðu inn nauðsynlegar upplýsingar um pósthólf, svo sem netfang og lykilorð.
Skilaboð 45
Hægt er að nota tölvupóstþjónustuna í tækinu jafnvel þótt önnur tölvupóstforrit séu
uppsett, t.d. Mail for Exchange.