Nokia E52 - Flutningur efnis

background image

Flutningur efnis

Hægt er að nota forritið Símaflutningur til að afrita gögn eins og símanúmer,

heimilisföng, dagbókarfærslur og myndir úr gamla Nokia-tækinu yfir í það nýja.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja úr því. Ef tækið styður samstillingu

er einnig hægt að samstilla gögn milli tækja. Tækið lætur þig vita ef hitt tækið er ekki

samhæft.
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-kort sé í því geturðu sett SIM-kortið

þitt í það. Þegar kveikt er á tækinu án SIM-korts er ótengda sniðið sjálfkrafa valið og

flutningur getur farið fram.

Tækið tekið í notkun 19

background image

Efni flutt í fyrsta skipti

1 Til að sækja gögn úr öðru tæki í fyrsta sinn, úr tækinu þínu, skaltu velja

Valmynd

>

Stjórnborð

>

Símaflutn.

.

2 Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja gögn. Bæði tækin verða að styðja

tengigerðina.

3 Ef þú hefur valið Bluetooth sem tengiaðferð skaltu tengja tækin saman. Veldu

Áfram

til að láta tækið leita að tækjum með Bluetooth-tengingu. Veldu tækið sem þú vilt

flytja efni úr. Tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd)

og veldu

Í lagi

. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu

Í lagi

. Þá eru tækin pöruð.

Ekki er víst að sumar eldri útgáfur Nokia-tækja séu með Símaflutningsforritið. Þá er

forritið sent í hitt tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er sett upp í hinu tækinu

með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.

4 Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu tækinu.

Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.

Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á samsvarandi stað í tækinu þínu.

Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað.