Nokia E52 - Minniskorti komið fyrir

background image

Minniskorti komið fyrir

Notaðu minniskort til að spara minni tækisins. Einnig er hægt að taka afrit af

upplýsingunum í tækinu og vista þær á minniskortinu.
Aðeins skal nota samhæft microSD- og microSDHC-kort sem Nokia samþykkir til

notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur

verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta

skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.

Geyma skal öll minniskort þar sem börn ná ekki til.
Upplýsingar um samhæfni minniskorta fást hjá framleiðanda þeirra eða söluaðila.
Samhæft minniskort gæti fylgt með frá söluaðila. Verið getur að minniskortið hafi þegar

verið sett í tækið. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1 Stilltu tækinu þannig upp að bakhliðin snúi upp til að koma í veg fyrir að rafhlaðan

losni.

2 Fjarlægðu bakhliðina.

3 Settu minniskortið inn í raufina með snertiflötinn á undan. Gakktu úr skugga um að

snerturnar snúi að tengjum tækisins.

4 Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.

5 Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað.