Um þráðlaus staðarnet
Tækið getur fundið og tengst þráðlausum staðarnetum. Á þráðlausu staðarneti er hægt
að tengjast við internetið og önnur samhæf tæki sem styðja þráðlaust staðarnet.
Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarf eftirfarandi:
•
Þráðlaust staðarnet verður að vera tiltækt á staðnum.
Tengingar 143
•
Tækið verður að vera tengt þráðlausa staðarnetinu. Sum þráðlaus staðarnet eru
varin og það þarf að fá aðgangsorð hjá þjónustuveitunni til að geta tengst þeim.
•
Internetaðgangsstaður þarf að vera gerður fyrir þráðlaust staðarnet. Notaðu
aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar við internetið.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því að
nota netaðgangsstað. Þráðlausa staðarnetstengin er rofin þegar þú lokar
gagnatengingunni.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða pakkagagnatenging
er virk. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu,
en nokkur forrit geta hins vegar notað sama internetaðgangsstaðinn.
Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni
meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka
endingartíma rafhlöðunnar.
Tækið þitt styður eftirtaldar í þráðlausu staðarneti:
•
IEEE 802.11b/g staðalinn
•
2,4 GHz virkni
•
WEP, WPA/WPA2 og 802.1x sannvottunaraðferðir. Aðeins er hægt að nota þessa
valkosti ef símkerfið styður þá.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum dulkóðunaraðferðum til að auka
öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því
að einhver fái aðgang að gögnunum þínum án heimildar.
Hægt er að nota þráðlausa staðarnetstengingu þrátt fyrir að tækið sé í ótengdu sniði,
ef það er í boði. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á
og notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending: Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir tækið þitt skaltu slá inn
*#62209526# á heimaskjánum.
Til athugunar: Notkun þráðlauss staðarnets kann að vera takmörkuð í
einhverjum löndum. Í Frakklandi er aðeins heimilt að nota þráðlaust staðarnet
innandyra. Nánari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.